Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur tekið við sem stjórnarformaður vefhönnunarfyrirtækisins Kosmos & Kaos.

Þórdís hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja bæði hér á landi sem og erlendis en hún er jafnframt stjórnarformaður Hjallastefnunnar og einnig kennari við Háskólann í Reykjavík.

Guðmundur Bjarni Sigurðsson hönnunarstjóri, eigandi Kosmos og Kaos, segir mikin feng í að fá Þórdísi til liðs við fyrirtækið.

Áhersla á samfélagslega ábyrgð, umhverfisvernd og lýðræði

„Kosmos & Kaos var stofnað árið 2010 og hefur fyrirtækið vakið athygli fyrir metnaðarfulla vefhönnun, auk áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfisvernd og lýðræði í ákvarðanatöku,“ segir í tilkynningunni.

„Fyrirtækið hefur einnig verið í vöruþróun á undanförnum árum og hefur styrkt stöðu sína í forritun og stafrænni hönnun.

Á meðal viðskiptavina þess má nefna Arion Banka, Vodafone, Orkuveituna, Gagnaveitu Reykjavíkur,Orku Náttúrunnar, Íslandsstofu, Nordic visitor, og Sjóvá. Fimmtán manns starfa hjá fyrirtækinu í Reykjavík og Reykjanesbæ.“