*

mánudagur, 18. mars 2019
Innlent 14. mars 2019 15:45

Þórdís Kolbrún tekur við af Sigríði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, mun kom til með að taka við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Andersen.

Ritstjórn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræðir við fréttamenn við komuna á ríkisráðsfundinn á Bessastöðum.
Haraldur Guðjónsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun kom til með að taka við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Andersen. Þórdís mun koma til með að taka við embættinu tímabundið samhliða öðrum störfum. Vísir greinir frá þessu.

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hafi greint frá þessu í samtali við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum var rætt um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Andersen steig til hliðar.

Ríkisráðsfundur hefst nú klukkan fjögur og verður þar nýr dómsmálaráðherra skipaður í stað Sigríðar.

Þá segir að Sigríður Andersen hafi sagt í samtali við fréttamenn fyrir utan Stjórnarráðið fyrr í dag, að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra.