Huga þarf vel að fjölbreytni á hlutabréfamarkaði til að auka traust almennings á markaðinum á ný. Þá þarf að ná fram meira jafnvægi meðal fjárfesta, m.a. með því að auka hlut ungs fólks og kvenna.

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og framkvæmdastjóri Pizza Hut, í samtali við VB Sjónvarp.

Þórdís Lóa hélt í gærmorgun erindi á fundi Viðskiptaráðs, Deloitte og Kauphallarinnar um virkan verðbréfamarkað í Turninum í Kópavogi.

Þórdís Lóa vísaði í erindi sínu til könnunar sem MMR var fyrir Viðskiptablaðið í nóvember í fyrra þar sem fram kemur að tæplega 90% landsmanna hafi lítinn áhuga á því a fjárfesta í hlutabréfamarkaði hér á landi. Þórdís Lóa sagði þetta vera slæm tíðindi fyrir hlutabréfamarkaðinn og sagðist halda að þetta hefði lítið breyst.

VB Sjónvarp ræddi nánar við Þórdísi Lóu eftir fundinn.