Þórður Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Tækniþróunar Orku náttúrunnar. Alls bárust rúmlega 40 umsóknir um starfið, sem auglýst var í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þórður hefur verið verkefnastjóri hjá ON frá stofnun fyrirtækisins 2014 og var meðal annars verkefnisstjóri lagningar Hverahlíðarlagnar. Þar áður vann hann hjá verkfræðistofunni Mannviti ehf. í níu ár, 1995-2014, við verkefnaeftirlit, verkefnastjórn og síðast sem viðskiptastjóri.

Þórður útskrifaðist sem vél- og orkutæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008.

„Hjá Tækniþróun ON sér um nýfjárfestingar fyrirtækisins, til að mynda borun vinnslu- og niðurdælingaholna, lagningu gufulagna, tækniþróun úr auðlindastraumum og þróun tæknilegra lausna til að auka rekstarhagkvæmni virkjana ON. Fjölmörg krefjandi verkefni eru á döfinni en um þessar mundir er ON að bjóða út borun á sjö nýjum holum á Hellisheiði,“ segir í tilkynningunni.