Flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir nýjum flugvélum að andvirði hundruð milljarða Bandaríkjadala í kjölfar mikillar hækkunar lífskjara í Asíu. Samhliða vex sá hópur sem er tilbúinn að leggja land undir fót, eða réttara að taka sér ferð með flugvélum, í methæðir á næstu áratugum, sem leitt hefur til skorts á flugmönnum.

Samkvæmt spám Boeing stefnir í að skorturinn eigi einungis eftir að aukast en flugvélaframleiðandinn gerir ráð fyrir að viðbótarþörfin verði um 637 þúsund nýir flugmenn á næstu tveimur áratugum.

Þar af færu 40% þeirra til Asíu, og samtals um helmingur til Asíu og miðausturlanda. Norður Ameríka þyrfti svo um 18% nýrra flugmanna, Evrópa 17% en restin af heiminum þyrfti um 15% nýrra flugmanna að því er Bloomberg fréttastofan greinir frá.