*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 25. júní 2018 13:18

Þórhildur stýrir nefnd Evrópuráðsþings

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur verið kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins.

Ritstjórn
Mynd frá skipun Þórhildar Sunnu.
Aðsend mynd

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur verið kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fulltrúi mun stýra nefndinni. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu sem Píratar sendu frá sér í dag.

Þórhildur Sunna var tilnefnd til formennskunnar af flokkahópi sínum Sósíalistum, demókrötum og grænum. Kjörtímabil nefndarformanns er til loka ársins 2019.

Hlutverk Þórhildar Sunnu sem formaður laga- og mannréttindanefndar eru að stýra fundum nefndarinnar í Strasborg og fundum nefndarinnar utan þingfunda. Formaður er fulltrúi nefndarinnar á opinberum vettvangi og samþykkir dagskrá hennar. Þá situr formaður nefndarinnar í framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins.

Þórhildur Sunna hefur setið á þingi Evrópuráðsins síðan í mars árið 2017. Á þeim tíma hefur hún eins og áður segir setið í laga- og mannréttindanefndarinnar og einbeitt sér að mannréttindamálum og baráttu gegn spillingu.

Sem fulltrúi á þingi Evrópuráðsins skrifaði Þórhildur Sunna álit um ábyrgð Isis/Daesh á þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þá vann hún að skýrslu um Kaupmannahafnaryfirlýsinguna - stefnuyfirlýsingu ráðherraráðs Evrópuráðsins undir formennsku Dana þar sem áherslur þeirra á að draga úr sjálfstæði mannréttindadómstólsins eru harðlega gagnrýndar auk þess að hafa unnið að áliti um stöðu blaðamanna í Evrópu.

Þórhildur Sunna hefur setið á þingi fyrir flokk Pírata frá árinu 2016. Hún hefur verið Formaður þingflokks síðan seinnihluta árs 2017.

Þórhildur lauk LL.B-próf (alþjóða- og Evrópulög) frá Háskólanum í Groningen, Hollandi, 2012. LL.M-próf (mannréttindi og alþjóðlegur refsiréttur) frá Háskólanum í Utrecht, Hollandi, 2013. Að námi loknu var hún starfsnemi hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim