Spegillinn er lykilþáttur í dagskrá Ríkisútvarpsins, fréttaauki um þjóðmál og annað það sem umsjónarmönnunum þykir merkilegast, sem sendur er út eftir kvöldfréttir á Rás 1 alla virka daga.

Hlustunin er því mikil, en á hinn bóginn hafa sumir — einkum hægri menn — kvartað undan því að þar gæti pólitískrar einstefnu. Þar eigi sjónarmið vinstrisinna ævinlega upp á pallborðið og viðmælendurnir séu nær allir þeim megin gangsins.

Þegar litið er á það hverjir hafa verið vinsælustu viðmælendur Spegilsins frá hruni verður ekki séð að slíkar umkvartanir séu úr lausu lofti gripnar.

Þar í langlangefsta sæti trónir óopinber talsmaður ríkisstjórnarinnar, Þórólfur Matthíasson, og hefur komið fjórðungi oftar en næsti maður á eftir.

Hér má sjá lista yfir þá sem oftast hafa mætt í settið í Speglinum, stöðu þeirra og fjölda skipta sem viðkomandi hefur birst í þáttunum í sviga.

1. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur (32)

2. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Samtaka fjárfesta (24)

3. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra (23)

4. Magnús Þorkell Bernharðsson stjórnmálafræðingur (21)

5. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur (18)

6.-7. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur (17)

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur (17)

8.-9. Gylfi Magnússon fv. ráðherra og hagfræðingur (15)

Friðrik Már Baldursson hagfræðingur (15)

10.-12. Árni Páll Árnason þingmaður (13)

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur (13)

Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur (13)

13.-15. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur (12)

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA (12)

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur (12)

16. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ (11)

17.-19. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Bretlandi (10)

Ögmundur Jónasson ráðherra (10)

Ágúst Þór Árnason stjórnskipunarfræðingur (10)