Þórsberg ehf. á Tálknafirði er í söluferli, samkvæmt heimildum BB.is. Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði í samtali við BB : „Það er alltaf veri ð að skoða einhverjar breytingar. Það er of snemmt að segja eitthvað um þetta á þessari stundu, þetta kemur í ljós á næstunni.“

Samkvæmt frétt DV stóð fyrirtækið mjög illa fyrir nokkrum árum, skuldir að sliga fyrirtækið og eigið fé neikvætt um hundruðir milljóna. Í fyrra keypti þó Þórsberg bátinn bátinn Aðalbjörgu RE með ríflega 300 tonna aflaheimildum.

Þórsberg hefur átt í samstarfi við Byggðastofnun frá því árið 2013 um nýtingu á 400 tonna aflaheimildum stofnunarinnar, ásamt þremur öðrum fyrirtækjum.