Árið 2015 tapaði Thorsil ehf. tæpum 58 milljónum. Árið 2014 tapaði fyrirtækið 67,2 milljónum á rekstrinum.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 59 milljónum árið 2015 og 68,1 milljón árið 2014.

Eins og áður hefur komið fram á vef Viðskiptablaðsins þá er fjármögnun á kísilveri Thorsil í Helguvík langt komin.

Eigið fé fyrirtækisins nam 453 milljónum í lok árs 2015, samanborið við 352 milljónir í lok árs 2014. Eignir Thorsil í árslok 2015 námu tæpum 488 milljónum samanborið við 386 milljónir í lok árs 2014.