Útflutningur á þorski frá Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins nam 184.660 tonna af fiski upp úr sjó. Það er 1,64% aukning miðað við sama tíma í fyrra, en þorskafli við Ísland á fyrstu 7 mánuðum ársins varð samtals 144.107 tonn sem er 3,1% aukning frá sama tíma í fyrra. Á tímabilinu hækkaði verð á þorskinum um 5,43% miðað við það sama í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Marko partners og greinir Kvótinn frá þessu.

Þrír stærstu markaðirnir fyrir þorsk frá Íslandi eru eins og áður Spánn, Bretland og Frakkland. Til þeirra landa fara 63,4% alls útflutnings af þorski miðað við fisk upp úr sjó. Mikil söluaukning varð til Spánar sem nam 37,4%. Útflutningur til Bretlands hefur hins vegar dregist saman um 9,67% miðað við fisk upp úr sjó og salan til Frakklands er nú 7,8% minni en í fyrra.

Innflutningur á ferskum þorski hefur sexfaldast á umræddu tímabili og nam alls 1.560 tonn. En sú aukning skýrist nær eingöngu að auknum löndunum á ferskum þorski frá Noregi og Færeyjum.