Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, gagnrýndi Seðlabankann í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með peningastefnunefnd Seðlabankans.

Þorsteinn gagnrýndi bankann fyrir að tjá sig ekki um áhrif launahækkanna og útgjaldaaukningar hins opinbera á vaxtastefnuna í landinu. Þá sagði hann útgjaldaaukningu íslenska ríkisins vera fordæmalausa.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði að „bankinn væri ekki þagnaður“ og bað Þorstein um að bíða eftir nóvemberhefti peningamála.