Þorsteinn Guðjónsson, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, mun taka við nýju starfi sem svæðisstjóri fyrir Vestur-Evrópu með aðsetur í London eftir að störf svæðisstjóra í Bretlandi og á meginlandi Evrópu hafa verið sameinuð.

Þorsteinn hóf störf hjá Icelandair árið 2014 en áður vann hann við fyrirtækjaráðgjöf en hann hóf fyrst störf í ferðageiranum sem markaðsstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn 1996-2000.

Var hann annar af stofnendum Sumarferða 2003 og framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands (Úrvals - Útsýnar) á árunum 2006-2013. Þorsteinn er með viðskiptafræði- og MBA gráðu frá Auburn University er hann giftur Bjargeyju Aðalsteinsdóttur og saman eiga þau þrjá syni.