Þorvarður Goði Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri í innanlandsdeild Gaman Ferða, en hann er fyrsti starfsmaðurinn í innanlandsdeild fyrirtækisins. Fyrirtækið býst við miklum sóknarfærum á þeim markaði um þessar mundir.

Hann hefur meðal annars unnið hjá Heklu Travel í Danmörku, Express Ferðum, Iceland Travel og HL Adventure síðustu ár, ásamt því að vera í sjálfstæðum rekstri. Rekur hann ævintýraferðafyrirtækið Superbike.is

Gaman Ferðir er ferðaskrifstofa að helmingi í eigu Wow air, stofnuð árið 2012, en flugfélagið keypti sig inn í félagið í apríl 2015. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað hratt, og starfa nú 10 manns hjá fyrirtækinu en fyrstu árin voru starfsmenn einungis tveir, þeir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon, en þeir eiga ásamt Berglindi Snæland hinn helminginn.