Óhætt er að segja að þau Erlendur Björnsson og Þórunn Júlíusdóttir séu miklir frumkvöðlar í landbúnaði. Fyrir fimm árum ákváðu þau breyta stórri skemmu við bæinn Seglbúðir í Landbroti í handverkssláturhús og kjötvinnslu. Ferlið tók langan tíma ekki síst vegna flókinna samskipta við opinbera eftirlitsaðila og leyfisveitendur. Fyrir rúmu ári voru öll leyfi í höfn og nú nú hefur sláturhúsið verið í rekstri yfir tvær sláturvertíðir.

"Þetta hefur gengið ágætlega," segir Erlendur. "Við höfum bæði slátrað okkar eigin fé en einnig keypt lömb frá bændum. Þá höfum við einnig slátrað fyrir einn bónda hér í sveitinni en sá er sjálfur með kjötvinnslu. Í heildina eru við búin að slátra um tvö þúsund lömbum."

Erlendur segir að það hafi tekið dágóðan tíma að fá leyfi fyrir rekstrinum. "Það voru ýmsar kvaðir sem við þurftum að uppfylla. Mjög flókið var að fara í gegnum kerfið með þetta og við erum búin að læra mikið á þeim fimm árum sem liðin eru síðan við tókum ákvörðun að gera þetta. Það má segja að það sé ekkert regluverk til fyrir svona lítið sláturhús en á endanum tókst þetta."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er: .

  • Byltingar tæknifyrirtækja í sjávarútvegi.
  • Lánveitingar bankanna til verðbréfakaupa.
  • Rætt við Eygló Harðardóttur um mínímalískan lífsstíl.
  • Samkeppnishæfni gagnavera og verð fjarskipta.
  • Úttekt á stöðu heimsmarkaðar með olíu.
  • Nýtt fyrirtæki sem heldur utan um verkefni kvenna í kvikmyndum.
  • Ósætti innan breska Íhaldsflokksins.
  • Svipmynd af Sigurði Árnasyni, nýjum meðeiganda Atlas lögmanna.
  • Ítarlegt viðtal við Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um öfgamenn í pólitík.
  • Óðinn fjallar um opinbera fákeppni.