*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 21. mars 2019 14:02

Þriðjungi minni hagnaður Landsbréfa

Landsbréf högnuðust um 844 milljónir á síðasta ári, á sama tíma og tekjurnar drógust saman um 13%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Landsbréfa, sjóðsstýringafélags í eigu Landsbankans, dróst í fyrra saman um 32%, úr 1,1 milljarði króna árið 2017 í 844 milljónir í fyrra. Drógust hreinar rekstrartekjur félagsins saman um 13%, úr 2,3 milljörðum í 2 milljarða, á sama tíma og rekstrargjöldin jukust um 6,4%, eða úr 910 milljónum í 972,3 milljónir. 

Hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt dróst svo saman um 25,7%, eða úr 1,4 milljörðum í 1,06 milljarða. Eigið fé félagsins nam rétt rúmlega 4 milljörðum í lok árs. Í lok ársins voru eignir í stýringu 155 milljarðar króna og voru um 12 þúsund einstaklingar og lögaðilar sem áttu hluti í sjóðum Landsbréfa. Starfsmenn voru 20 í árslok en fjöldi ársverka á árinu var 19. 

Með sjóðinn sem skilaði bestu ávöxtun ársins

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á árinu þrátt fyrir krefjandi aðstæður á verðbréfamarkaði og skilaði félagið góðum hagnaði,“ segir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa. 

„Ávöxtun sjóða félagsins var almennt góð og skilaði til að mynda Landsbréf – Global Equity Fund bestu ávöxtun allra sjóða á landinu á árinu 2018 samkvæmt Keldunni. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að hlusta eftir þörfum fjárfesta og endurspegla það í fjölbreyttu sjóðaframboði félagsins, en þar má sem fyrr finna fjárfestingakosti sem mæta þörfum flestra fjárfesta.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim