Í Fjöliðlarýni var talsvert fjallað um kynjahlutföllin á ljósvakanum og því ekki úr vegi að hnusa aðeins að tiltækri tölfræði þar um. Nú er hvergi haldið sérstaklega utan um fjölda eða gerð radda í hljóðvarpi og andlita sjónvarps, en slík tölfræði er til um Félag fréttamanna, en þar í eru fréttamenn Ríkisútvarpsins (RÚV).

Fréttirnar eru vitaskuld drjúgur hluti dagskrárgerðar RÚV, en í félaginu eru einnig umsjónarmenn Kastljóss og fréttatengdra þátta.

Sem sjá má er kynjahallinn á fréttastofunni verulegur og viðvarandi. Í aðeins eitt ár ná konur að vera meira en 40% starfsmanna, en það tók skjótt af í kjölfar hrunsins. Þessi 20 ár er að meðaltali aðeins ⅓ hluti fréttamanna konur og tæplega það.