Farþegar frá Keflavíkurflugvelli geta nú flogið til þriggja nýrra áfangastaða. Flogið verður til Nürnberg og Dresden sem eru í Þýskalandi og einnig bætist flug til pólsku borgarinnar Katowice, sem er staðsett nálægt landamærum Tékklands og Slóvakíu. Þetta kemur fram í frétt Túrista .

Germania flýgur til Nürnberg og Dresden en ákvörðunin var tekin til þess að fylla tómarúm í miðju Þýskalands, sem að ekki að var flogið til áður frá Íslandi. Flugferðirnar verða starfræktar frá sumarbyrjun fram á haustið.

Wizz air, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Austur-Evrópu, mun fljúga til suðurhluta Póllands til borgarinnar Katowice eins og áður hefur komið fram.