mtalsverð þróun hefur átt sér stað í íslensku nýsköpunarumhverfi á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fyrir þann tíma samanstóð umhverfið gróflega af Klak Innovit, sem í dag ber nafnið Icelandic Startups, og stofnað var árið 1999 af Nýherja sem og Innovit, sem stofnað var af einstaklingum og háskólunum árið 2007. Þá stóðu stjórnvöld að stofnun og rekstri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Aðeins einn framtaksfjárfestingarsjóður sem hafði það að markmiði að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum var starfandi og saman höfðu þessi fyrirtæki það hlutverk að fræða og styðja við íslensk nýsköpunarfyrirtæki.

Þrír nýir framtaksfjárfestingarsjóðir árið 2015

Aðgangur að fjármagni hefur ávallt verið ljár í þúfu íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og í raun veruleg hindrun í þróun þeirra. Um þessar mundir eru starfandi fjórir yfirlýstir framtaksfjárfestingarsjóðir sem hafa það að markmiði að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með mikla vaxtamöguleika. Þrír af þessum sjóðum voru stofnaðir árið 2015.

Í úttekt eftir Óla Örn Eiríksson, deildarstjóra atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, á vefsíðu Arctic Startup, kemur fram að lengst af hafi aðeins verið starfandi einn sjóður undir slíkum formerkjum en það er Nýsköpunarsjóður sem stofnaður var árið 1997 af stjórnvöldum. Í fyrra dró hins vegar til tíðinda þegar rekstrarfélagið Landsbréf stofnaði fjárfestingarsjóðinn Brunn. Á sama tíma var tilkynnt um stofnun sjóðsins SA Framtaks sem m.a. var stofnaður af Sigurði Arnljótssyni, einum af stofnanda CCP, en auk þess kom Landsbankinn að fjármögnun hans. Þá var áhættufjárfestingarsjóðurinn Eyrir Sportar einnig stofnaður sama ár en hann er rekinn af Eyri Invest.

Arion banki hefur lagt til um 1 milljarð króna í sjóðnum ásamt aðkomu einkaaðila. Samkvæmt Einari Gunnari er fjárfestingargeta umræddra sjóða nú samanlagt um 11 milljarðar. Það er því unnt að fullyrða að slíkt magn af fjármagni hefur hafi haft mikil og jákvæð áhrif á umhverfi nýsköpunarfyrirtækja.

Lengi leit út fyrir að Íslandsbanki myndi einnig koma að stofnun sambærilegs framtaksfjárfestingarsjóðs í samstarfi við fjárfestinn Bala Kamallakharan. Samkvæmt talsmanni bankans reyndist hins vegar ekki nægilegur áhugi meðal fjárfesta og því var hætt við verkefnið í ársbyrjun 2015.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-´tgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .