Bryndís Jónatansdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI sem er nýtt starf innan samtakanna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri margvíslegra viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun.  Bryndís er með BS í Business Administration and Service Management og MS í Management of Creative Business Processes frá Copenhagen Business School.