Sigurður Arnar Ólafsson
Sigurður Arnar Ólafsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ráðgjafarsvið KPMG fengið til liðs við sig þrjá nýja meðlimi. Inn í áhættustjórnunarteymið kemur Sigurður Arnar Ólafsson en Ingvar Björn Ingimundarson M.Sc. og Hrafnhildur Ólafsdóttir M.Sc. koma inní fjármálaráðgjöfina.

Sigurður Arnar Ólafsson kemur til starfa hjá KPMG frá Cegal AS í Noregi þar sem hann hefur starfað sem gæðastjóri sl. 5 ár. Þar sinnti hann einnig umbótastjórnun, eftirliti og sá um innleiðingu ITIL verkferlum og ISO stöðlum. Sigurður Arnar er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og kemur til með að starfa með hópi ráðgjafa sem sinna innleiðingu og úttektum á upplýsingakerfum.

Ingvar Björn Ingimundarson
Ingvar Björn Ingimundarson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ingvar Björn Ingimundarson er nýútskrifaður M.Sc. í fjármálum frá Háskólanum í Árósum. Hann vann hjá Arion banka í viðskiptabankaþjónustu þar sem hann bar ábyrgð á ráðgjöf til yfir 100 fyrirtækja. Ingvar hefur með skóla unnið í margvíslegum þjónustu og ráðgjafartengdum verkefnum.

Hrafnhildur Ólafsdóttir
Hrafnhildur Ólafsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hrafnhildur Ólafsdóttir var að ljúka M.Sc. gráðu í fjármálum frá Queen Mary háskólanum í London en áður hafði hún lokið viðskiptafræðiprófi frá HR. Með skóla hefur hún unnið í þjónustu og sem bókhaldsfulltrúi hjá Skeljungi.

Um fjármálaráðgjöf og áhættustjórnun KPMG:

Umsvif fjármálaráðgjafar (Deal Advisory) sem og innra eftirlits og áhættustjórnunar (Risk Consulting) KPMG fara sívaxandi. Alþjóðleg þróun í átt að stafrænni framtíð með sjálfvirknivæðingu ferla og rauntímaeftirliti er hröð segir í fréttatilkynningu félagsins.

Á Íslandi hefur KPMG verið leiðandi á þessu sviði og hyggst halda áfram að stuðla að traustari grundvelli í ábyrgum rekstri fyrirtækja og stofnana segir þar jafnframt.