Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf viðskiptastjóra með áherslu á sjávarútveg í fyrirtækjaráðgjöf VÍS. Bjarni er með BS próf í viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem sölustjóri sjávarútvegsteymis hjá Odda en áður var hann aðalþjálfari KR og Fram í úrvaldsdeild karla og verslunarstjóri hjá Ellingsen. Bjarni er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og á fjölmarga landsleiki að baki auk þess að eiga góðan feril sem atvinnumaður í Englandi og Belgíu. Bjarni er giftur Önnu Maríu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 3 - 14 ára.

Elfa Björk Erlingsdóttir hefur verið ráðin í starf fyrirtækjaráðgjafa í fyrirtækjaráðgjöf VÍS. Elfa Björk er með meistarapróf í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2009 m.a. sem ráðgjafi hjá Sjóvá Líf, ráðgjafi á tjónasviði vegna ökutækja og persónutrygginga og staðgengill fræðslustjóra. Áður vann hún hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Elfa Björk er fyrrum landsliðskona í fótbolta og spilaði í mörg ár fyrir Stjörnuna og KR. Elfa Björk er gift Sigurði Bjarna Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 7 og 11 ára.

Jón Ragnar Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf viðskiptastjóra í fyrirtækjaráðgjöf VÍS. Jón Ragnar stundaði nám við Háskóla Íslands í ensku og bókmenntum og lauk einnig kennararéttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Jón Ragnar hefur starfað hjá Sjóvá síðustu sextán árin, síðustu sjö árin sem viðskiptastjóri á fyrirtækjamarkaði.  Áður hefur Jón Ragnar starfað sem grunnskólakennari, í ferðaþjónustu sem leiðsögumaður, hjá lögreglunni í Hafnarfirði og hjá Slökkviliði Reykjavíkur.  Jón Ragnar er giftur Huldu Sólveigu Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 11 – 17 ára.