Seðlabanki Indónesíu ætlar að reyna að klippa þrjú núll af gjaldmiðli landsins. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg, en um er að ræða hálfgerða endurlífgun á áætlun sem seðlabankinn var með fyrir nokkrum árum.

Gjaldmiðillinn hefur verið óstöðugur, en seðlabankinn telur að efnahagslegar aðstæður skapi svigrúm til þess að breyta til. Markmiðið er fyrst og fremst að auðvelda greiðslur.

Seðlabankinn telur að breytingin muni hafa lítil sem engin áhrif á verðlag, enda sé í raun bara um einföldun að ræða. Verðbólga hefur verið undir 5% í rúmt ár.