Heildareignir þrotabúa föllnu bankanna nema 2.530 milljörðum króna. Um helmingur eignanna eða 1.370 milljarðar eru reiðufé sem slitastjórnirnar sitja á. Þar af eru 500 milljarðar króna í íslenskum krónum. Bú Glitnis er stærsta bankanna þriggja en það á 621 milljarð króna í reiðufé. Á eftir fylgi Kaupþing með 419 milljarða og svo gamli Landsbankinn (LBI) en slitastjórn hans á 333 milljarða króna.

Uppgjör þessara risavöxnu þrotabúa skiptir gríðarlegu máli fyrir afnám gjaldeyrishafta enda eru þau stærsti einstaki þátturinn í væntu gjaldeyrisútflæði á næstu árum. Gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins er sökum þess áætluð um 2.000 milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Skrifstofuhótel opnar í næstu viku
  • Ríkið tekjufærir hlutabréfin í Landsbankanum á lægra gengi en aðrir
  • Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í framleiðni
  • Búvörusamningur þrýstir verði á mjólk niður
  • Dregur úr hagnaði Sjóvár og VÍS
  • Rannsóknir og þróun verða framvegis að fjárfestingu
  • Ráðgefandi EFTA-dómur
  • Strákpollar reyndu að landa 55 punda laxi
  • Óþarfi að óttast gjaldþrotaleiðina
  • Ólafur fór illa út úr fasteignaviðskiptum í miðborginni
  • Nærmynd af forstöðumanni Almar Guðmundssyni hjá Samtökum iðnaðarins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um bandaríska fjárfestinn Hans Humes
  • Óðinn fjallar um það þegar Angela Merkel felldi tár.
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira