Umræða um kynjahlutföll í stétt íþróttafréttamanna blossaði upp í netheimum á dögunum. En hvað um blaða- og fréttamenn almennt? Undanfarin 20 ár hefur fjölgað um þriðjung í stéttinni, en lengi vel voru kynjahlutföllin afar svipuð.

Karlarnir voru um 70% árið 1995 og voru það enn um aldamót. Þá tók konunum hins vegar að fjölga nokkuð, en segja má að fram yfir hrun hafi um ⅔ blaða og fréttamanna verið karlar.

Konurnar hafa enn sótt í veðrið á síðustu árum og 2014 var svo komið að 57% félagsmanna í Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna voru karlar, en 43% konur. Það miðar.