*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 10. júlí 2016 09:02

Þurfa að selja orkuna á 39 dollara

Landsvirkjun þarf að selja orku úr Hvammsvirkjun á minnst 38,8 dollara á megavattstund svo virkjunin borgi sig samkvæmt nýrri skýrslu.

Ritstjórn

Einingarkostnaður orkuvinnslu er um þriðjungi hærri í Hvammsvirkjun heldur en í Þeistareykjavirkjun. Þetta má lesa úr tölum sem birtar eru í nýrri skýrslu Samorku.

Þeistareykjavirkjun er nú í byggingu en Landsvirkjun hefur horft til Hvammsvirkjunar sem einnar af þeim virkjunum sem ráðast má í. Til að Þeistareykir borgi sig þarf að selja hverja megavattstund orku á að minnsta kosti 28,9 dollara, en sama tala fyrir Hvammsvirkjun er 38,8 dollarar.

Meðaltal einingarkostnaðar orku frá þeim virkjunarkostum sem nú eru í nýtingarflokki er 38 dollarar á megavattstund. Kostnaður hjá kostum í verndarflokki er 40,4 dollarar. Meðalverð raforku til stóriðju hjá Landsvirkjun var 24,5 dollarar í fyrra.

Stikkorð: Landsvirkjun Virkjanir Samorka Orka
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim