Eftir að Frakkar biðluðu til Evrópuþjóðanna um hjálp í baráttunni við hryðjuverkahópinn ISIS hafa Þjóðverjar  tekið ákvarðanir um að styðja Frakkland í yfirlýstu stríði sínu gegn ódæðismönnunum í Sýrlandi. Reuters segir frá.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur samþykkt að senda herþotur, herskip og fleiri flugvélar til Sýrlands. Auk þess munu 1.200 hermenn fara til svæðisins.

Þýskaland mun ekki framkvæma loftárásir eins og Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar gera nú.

12 stiga áætlun til aukinnar baráttu

Mikil umræða á breska þinginu hefur gengið á um hvort Bretland ætti að auka þátt sinn í baráttunni við ISIS. Ríkisstjórnarflokki íhaldsmanna hefur þó tekist að samþykkja 12 stiga áætlun til aukningar þáttök breska hersins. Guardian segir frá þessu.

Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru ekki sammála um ákvörðunina, en Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur nú aukið við þrýsting á þá þingmenn flokks síns sem eru fylgjandi auknum loftárásum.

Corbyn sagði stuðning við ákvörðunina geta haft í för með sér pólitískar afleiðingar, og að það væri ekki í nein horn að venda fyrir þá sem ákveddu að styðja tillögur íhaldsins.