Þýski herinn hefur stutt við her Kúrda, sem fer undir nafninu Peshmerga. Nú gefur Þýskaland 4.000 G36 hríðskotariffla til hersins, auk 6 milljón byssukúlna, í þeirri von um að þær verði til þess að fella ISIS-liða í baráttunni um Sýrland og Írak.

Þess að auki fær Peshmerga 200 eldflaugar af gerðinni 'Milan' og fimm brynvörð ökutæki af gerðinni 'Dingo'.

Frá haustmánuðum síðasta árs til þessa dags hefur þýski herinn stutt Peshmerga verulega. Samtals nema byssugjafirnar 24 þúsund skotvopnum og eru þar taldir hríðskotarifflar sem og handbyssur. Aukreitis má telja til gjafa 40 vélbyssur og 10 þúsund handsprengjur.

Byssurnar sem Þýskaland gefur frá sér til Peshmerga eru eins og fyrr segir af gerðinni G36 en einnig af gerðinni G3.

Þessar byssur gefa Þjóðverjarnir frá sér vegna þess að hönnunargalli leiðir til ofhitnunar ef fleiri hundruðum skota er hleypt af í röð.