*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 12. nóvember 2018 09:52

Þýskur netbanki horfir til Íslands

Þýski netbankinn N26, sem á miðvikudag hóf starfsemi í fjórum Evrópulöndum, segist ætla að hefja starfsemi á Íslandi.

Ritstjórn
Netbankinn N26 hóf starfsemi árið 2015, en hann rekur engin útibú.
Aðsend mynd

Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi fyrir áramót, samkvæmt tilkynningu frá bankanum. DV sagði fyrst frá málinu í morgun.

Innlánsreikningar bankans, sem eru í evrum, eru hugsaðir sérstaklega fyrir þá sem ferðast mikið, hvort heldur sem er vegna vinnu eða af öðrum ástæðum.

Tvær tegundir reikninga eru í boði: venjulegur reikningur, sem ekkert kostar að vera með, og fyrirtækjareikningur, en með honum fá viðskiptavinir meðal annars 0,1% endurgreiðslu fyrir allar færslur.

Bankinn var stofnaður árið 2013 og hóf starfsemi 2015, en hann rekur engin útibú. Í dag er hann með yfir 1,5 milljón viðskiptavini og í gegnum hann flæðir yfir milljarður evra á mánuði.

„Margir viðskiptavinir í Evrópu lifa sífellt alþjóðlegra lífi. Frá opnun bankans hafa okkur borist margar beiðnir frá áhugasömum aðilum utan evrusvæðisins um að hefja á viðskipti í löndum þeirra. Á þetta höfum við hlustað og erum spennt að bjóða upp á þjónustu okkar í Danmörku, Noregi, Póllandi og Svíþjóð í dag,“ var haft eftir Alexander Weber, yfirmanni alþjóðlegra viðskipta hjá bankanum á miðvikudag, þegar bankinn hóf starfsemi í áðurnefndum löndum. Í sömu tilkynningu koma fyrirætlanir bankans á Íslandi fram.

Stikkorð: netbanki N26
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim