Það getur stundum verið vandlifað í heimi markaðssetningar og stundum eiga markaðsaðilar það til að missa sig eins og sagt er í því að selja þá vöru og þjónustu sem fyrirtæki þeirra bjóða upp á.

Í morgun varð nokkuð vandræðalegt atvik í markaðsheiminum. Vefsíðan Hópkaup, þar sem einstaklingar geta keypt vöru og þjónustu með miklum magnafslætti „í krafti fjöldans“, auglýsti í morgun tilboð á flugi til London með Iceland Express á 15.900 kr. Um var að ræða 15% afslátt.

Nokkrum mínútum eftir að Hópkaup sendi út tilboð sitt auglýsti Iceland Express hins vegar tilboð á flugi til London á vef sínum – á 15.700 kr. eða 200 krónum ódýrari en það sem í boði var á Hópkaup.

Tilboðið hefur nú verið fjarlægt af vef Hópkaupa. Hér að neðan má sjá skjámynd af tilboðunum tveimur.

Skjámynd af tilboðum morgunsins.
Skjámynd af tilboðum morgunsins.
© vb.is (vb.is)