Vefur Arctic Adventures, www.adventures.is, hefur verið tilnefndur til hinna virtu Drum Search Awards, fyrir bestu vefleitarvélarherferð ársins segir í fréttatilkynningu. Tilnefningin er í flokki ferðaþjónustu, afþreyingar og íþrótta. Vefur Arctic Adventures etur þar kappi við risa á þessum markaði á borð við Expedia og Holiday Hypermarket.

„Þetta eru afar stórar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu og að sjálfsögðu okkur. Tilnefning af þessum toga er fjöður í hattinn og rennir styrkari stoðum undir starfsemi okkar hér á landi,“ ,“ segir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Arctic Adventures.

„Það hefur verið og er enn alltof algengt að stór hluti þess fjár sem notaður er í bókanir renni í vasa erlendra endursöluaðila en með því að bæta vefleitarvélaþjónustu ferðaþjónustunnar getur ferðaþjónustan fækkað erlendum milliliðum til muna.“

Drum Search Awards eru á þessu sviði talin vera „verðlaunin til að vinna“ og tilnefning www.adventures.is eru því mikil tímamót fyrir íslenska ferðaþjónustu segir jafnframt í tilkynningunni. Hér má sjá hvaða önnur fyrirtæki hafa verið tilnefnd .