*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Innlent 5. júlí 2017 14:18

Tilnefnd til Norrænu nýsköpunarverðlaunanna

Fjöldinn allur af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum eru tilnefnd til Norrænu nýsköpunarverðlaunanna.

Pétur Gunnarsson
Takumi er meðal þeirra fyrirtækja sem tilnefnd eru til Norrænu nýsköpunarverðlaunanna.
Haraldur Guðjónsson

Opnað hefur verið fyrir atvkæðagreiðslu í Nordic Startup Awards - eða Norrænu nýsköpunarverðlaununum. Tilnefnd eru bæði fyrirtæki og einstaklingar í tólf flokkum og hvert Norðurlandanna á sína fulltrúa í keppninni. Hægt er að lesa um málið í frétt Samtaka iðnaðarins.

Úrslitin verða tilkynnt 1. september næstkomandi og hægt er að greiða atkvæði hér. Fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi aðilar tilnefndir:

Startup of the Year: CrankWheel, Activity Stream, Memento, Aldin Dynamics, Takumi.

Best Newcomer: Ankeri Solutions, Travelade, Viska Learning, Vizido, Watchbox.

Best Bootstrapped: Aurora Stream, Crank Wheel, Genki Instruments, Teqhire.

Best Fintech Startup: Aur App, Authenteq, Karolina Fund, Memento Payments, Payday.

Best Health/Lifestyle Tech Startup: Keynatura, Medilync, Oculis, SidekickHealth.

Best LoT Startup: Genki Instruments, Medilync.

Best Social Impact Startup: SAReye, Kóðinn 1.0

Founder of the Year: Arnar Jónsson, Kjartan Pierre Emilsson, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Stefán Baxter, Sólberg Aðunsson, Gummi Eggertsson, Mats Stigzelius.

Best Accelerator Program: Ræsing accelerator program, Startup Reykjavík, Startup Energy Reykjavík, Startup Tourism

Best Coworking Space: Hús sjávarklasans, Innovation House, Nýsköpunarhús, Orange project, Musterið

Investor of the Year: Tenninn, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir/Pretium, Frumtak Ventures II, Eyrir Invest, Bala Kamallakharan

Best Startup Ecosystem Initiative: Frumbjörg, Icelandic Startups, Ja Iceland, Northstack, Startup Iceland.