Samtök atvinnulífsins (SA) segja tímabært að skoða styttingu grunnskólans af alvöru um eitt ár. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á vef samtakanna. Þar segir að verðmæt tækifæri kunni að felast í styttingu grunnskólanáms og að gæðum í skólastarfi hafi að einhverju leyti hrakað. Að mat OECD sé að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli heldur sé aðalatriðið hvernig tími nemenda sé nýttur.

Þá blasi við nýliðunarvandi meðal menntaðra kennara auk þess sem stór hópur kennara fari brátt á eftirlaun. Telja samtökin að með vandaðri framkvæmd og að vel athuguðu máli kunni stytting grunnskólanáms bæði að auka náms á sama tíma og komið er til móts við nýliðunarvanda hjá grunnskólakennurum. Með styttingu megi jafnframt bæta starfskjör kennara en í greiningunni er reiknað með að stytting geti hækkað laun úr 516.846 krónum á mánuði í 568.530 krónur á mánuði renni sparnaður af styttingunni í aukin laun kennara.

Tekin eru dæmi af annars vegar finnska grunnskólakerfinu, sem skorar alla jafna hátt í alþjóðlegum mælingum, þar sem börn ljúka grunnskóla með 6.327 klukkustundir að baki og hins vegar því danska þar sem börn eru með 10.960 klukkustundir að baki náminu.

Umfjöllun SA má finna í heild sinni hér.