*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 19. júní 2017 18:45

Time Warner semur við Snapchat

Time Warner stefnir á að ná til yngri áhorfenda með því að hefja framleiðslu á sjónvarpsþáttum fyrir Snapchat.

Ritstjórn
epa

Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Time Warner hyggst fjárfesta um 100 milljónum dollara í framleiðslu á sjónvarpstengdum þáttum og auglýsingum fyrir smáforritið Snapchat á næstu tveimur árum. Samkvæmt frétt Bloomberg miðar verkefnið að því að ná til yngri aldurshópa á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið framleiða þætti á snapchat og munu efnistök ná allt frá gamanþáttum til heimildamynda. Þar að auki mun HBO, Turner og Warner Bros sem eru dótturfyrirtæki Time Warner einnig nýta Snapchat sem auglýsingamiðil.

Með samstarfi fyrirtækjanna mun fjöldi þátta á samfélagsmiðlinum fjölga úr einum á dag yfir í þrjá. Þættirnir eru venjulega þriggja til fimm mínútna langir og stefnir Time Warner að því að framleiða allt að tíu mismunandi þætti á hverju ári.

Hlutabréfaverð Snapchat hefur hækkað um 2,5% eftir að samningurinn var tilkynntur.

Stikkorð: Time Warner Snapchat