*

mánudagur, 21. janúar 2019
Erlent 8. september 2014 11:52

Tískupennar á kynningu Apple

Tæknispekúlantar vænta þess að Apple kynni snjallúr til sögunnar á morgun.

Ritstjórn
epa

Ritstjórar og blaðamenn tískublaða hafa fengið boð á ráðstefnu Apple sem haldin verður síðdegis á morgun. Nýlunda er að bjóða tískupennum í boð Apple og hafa tæknispekúlantar gert því skóna að á ráðstefnunni verði hulunni svipt af snjallúrinu iWatch. Á meðal gesta er skíbent frá Marie Claire og fleirum. 

Reuters-fréttastofan segir að verði þetta raunin þá verði þetta í fyrsta sinn sem Tim Cook, forstjóri Apple, kynnir til sögunnar nýjung frá fyrirtækinu. Fram til þessa hefur hann aðeins sýnt nýjar kynslóðir af tækjum og tólum sem Apple hóf að framleiða áður en hann tók við af Steve Jobs. 

Reuters rifjar upp að þetta er í fjarri því í fyrsta sinn sem Apple horfir til tískugeirans. Á síðastliðnum tveimur árum hefur fyrirtækið ráðið til sín fólk úr geiranum, þar á meðal Patrick Pruniaux, fyrrverandi yfirmann sölumála hjá Tag Heuer, Angelu Ahrendts, forstjóra Burberry, og Paul Deneve, sem var eitt sinn forstjóri Yves Saint Laurent.

Stikkorð: Apple iWatch