*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Innlent 12. október 2018 15:51

Títan tapar 1,6 milljörðum

Fjárfestingafélag Skúla Mogensen og móðurfélag WOW air var rekið með 1,6 milljarða króna tapi á síðasta ári.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Títan, fjárfestingafélag Skúla Mogensen og móðurfélag WOW air, var rekið með 1,6 milljarða króna tapi á síðasta ári. Afkoman skýrist að stærstum hluta af 2,4 milljarða tapi WOW air á árinu 2017.

Þá hækkuðu ábyrgðaþóknanir og fjármunatekjur félagsins vegna samninga og krafna á tengda aðila úr 394 milljónum króna í 1,1 milljarð króna milli ára. Eigið fé Títan nam 4,6 milljörðum króna um áramótin, en þar af nam eigið fé Wow air 4,2 milljörðum króna. Hluti eigna Títan var færður yfir í félagið Títan B í ársbyrjun 2017 en Títan B skilaði 76 milljóna hagnaði í fyrra

Stikkorð: Skúli Mogensen Títan Wow air