Titringur er á orkumörkuðum í Evrópu annan daginn í röð eftir að sprenging varð í dreifingarstöð fyrir jarðgas í Austurríki um klukkan níu í morgun á staðartíma að því er kemur fram á Bloomberg . Sprengingin kemur í kjölfarið á því að tilkynnt var um lokun á norðursjávar olíuleiðslunni til Bretlands og kuldabylgju í Evrópu.

Verð á hvort tveggja jarðgasi og olíu hafa hækkað undanfarinn sólarhring en mest í Bretlandi. Sprengingin sem varð í dreifingarmiðstöðinni Baumgarten í morgun skildi eftir sig 18 slasaða og einn ófundinn sem talin er látinn. Dreifingarmiðstöðin er jafnframt einn af meginstöðunum þar sem jarðgas er flutt inn til Evrópu frá Rússlandi en í gegnum stöðina fer um tíund alls jarðgass sem notað er í Evrópu.