Tíu hafa gefið kost á sér í fimm manna stjórn Vátryggingafélags Íslands, en þrír bjóða sig fram tvö sæti í varastjórn.
Nú sitja einungis þrjú í stjórn félagsins, þau Gestur Breiðfjörð Gestsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir auk stjórnarformannsins Valdimars Svavarssonar.

Þau bjóða sig öll fram á ný en Svanhildur Nanna og eiginmaður hennar eru eigendur 7,25% hluta í VÍS í gegnum félag sitt K2B fjárfestingar.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá sögðu þau Helga Hlín Hákonardóttir stjórnarformaður VÍS og Jón Sigurðsson úr stjórninni vegna trúnaðarbrests og ágreinings.

Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður sagði úrsagnirnar hafa snúist um verkaskiptingu . Í byrjun nóvember fóru lífeyrissjóðir sem eru eigendur 15% hlutafjár fram á hluthafafund þar sem stjórnarkjör yrðu sett á dagskrá.

Þau sem bjóða sig fram nú eru:

  • Elvar Árni Lund, framkvæmdarstjóri Íspólar ehf.
  • Gestur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdarstjóri Sparnaðar ehf.
  • Hlynur Hreinsson, framkvæmdarstjóri xp Iceland  ehf.
  • Magnús Jónsson, framkvæmdarstjóri Aktor ehf.
  • Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF líftækni
  • Sveinn Friðrik Sveinsson, fjármálastjóri SFS
  • Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir
  • Ólöf Hildur Pálsdóttir, sjálfstætt starfandi
  • Valdimar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Civitas
  • Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst

Framboð til varastjórnarsetu:

  • Auður Jónsdóttir, lögmaður
  • Elvar Árni Lund, framkvæmdarstjóri Íspólar ehf.
  • Sveinn Friðrik Sveinsson, fjármálastjóri SFS