Bandaríkjaforseti hefur nú lagt drög að lagabreytingartillögu um að leggja sérstakan skatt á olíuframleiðendur. Skatturinn myndi nema um 10 Bandaríkjadölum á hvert olíufat. Þetta er talsverð upphæð, þar sem olíuverð hefur farið sífellt lækkandi - Brent hráolía kostar nú 34 dali á tunnu - sem þýðir að skatturinn myndi nema um 30% álagningu á olíu.

Ef verður af skattinum myndi verður féð notað í að styrkja umhverfisvænni verkefni, en mat Hvíta hússins er að alls gæti ríkissjóður innheimt um 20 milljörða Bandaríkjadala árlega, eða um 2.600 milljarða íslenskra króna. BBC segir frá þessu.

Tillagan á eftir að fá staðfestingu á þinginu, en Repúblikanar eru í meirihluta þar og því dregur það úr líkunum á því að tillagan verði samþykkt. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að hún gangi í gegn má líta á tillöguna sem pólitíska yfirlýsingu um hvert Hvíta húsið vill stefna í umhverfis- og samgöngumálum.