*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 19. maí 2016 16:35

Tíu milljarða heimildaraukning

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa hlotið heimildaraukningu til fjárfestingar erlendis sem nemur 10 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands hefur veitt lífeyrissjóðum og öðrum umsjónaraðilum séreignarlífeyrissparnaðar aukna undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til fjárfestinga erlendis. Þetta er í þriðja sinn sem slík heimild er leyfð á síðasta ári eða svo. Seðlabankinn segir frá þessu á vef sínum.

Heimildin nemur 10 milljörðum króna og gildir til loka júní. Frá miðju síðasta árs til loka fyrsta ársþriðjungs þessa árs hefur lífeyrissjóðunum þá verið veitt heimild til erlendrar fjárfestingar alls að fjárhæð 30 milljarða króna.

Í frétt Seðlabankans segir að gjaldeyrisinnstreymi ásamt minni óvissu um þróun greiðslujafnaðar hafi skapað svigrúm til frekari fjárfestingar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri.

Fjárfestingarheimildinni verður skipt á milli lífeyrissjóðanna og annarra vörsluaðila með þeim hætti að annars vegar verður horft til samtölu eigna, sem fær 80% vægi, og hins vegar til iðgjalda að frádregnum lífeyrisgreiðslum, sem fær 20% vægi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim