Tíu verðmætustu vörumerki heims árið 2011 eru frá Bandaríkjunum. Coca Cola er talið það verðmætasta (72 milljarðar dollara). Í öðru sæti er tölvufyrirtækið IBM og svo Microsoft í þriðja. Þetta kemur fram í lista Interbrand, sem metur árlega verðmæti vörumerkja.

Árið 2010 var finnska fyrirtækið Nokia í áttunda sæti. Hins vegar skýst Apple í áttunda sætið, úr því 17, en Nokia fellur af topp tíu listanum niður í 14. sæti.

Hér er listinn yfir topp tíu (topp 100 má nálgast á heimasíðu Interbrand)

  1. Coca-Cola
  2. IBM
  3. Microsoft
  4. Google
  5. GE
  6. McDonald's
  7. Intel
  8. Apple
  9. Disney
  10. Hewlett-Packard