*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 23. mars 2014 12:32

Tjá sig ekki um High Liner

HB Grandi ætlar ekki að tjá sig um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda segist ekki sjá ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu HB Granda. High Liner ákvað nýlega að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla þeirra við Hval hf.

Vilhjálmur segir í tilkynningunni að hlutabréf félagsins gangi kaupum og sölum á markaði og útilokað sé fyrir félagið að hlutast til um hegðun einstakra hluthafa. „Við erum sammála stjórnvöldum í skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda en höfum ekkert með það að gera hvaða starfsemi einstakir hluthafar kjósa að stunda eða stunda ekki,“ segir Vilhjálmur og bætir því við að birgðir afurða félagsins séu í lágmarki og hann hafi ekki áhyggjur af sölu þeirra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim