Forsvarsmenn Marriott Edition hótelsins, sem rís nú við Hörpu, vilja ekki tjá sig um boðaða færslu á ferðaþjónustunni upp í efsta þrep virðisaukaskattskerfisins. Þetta kemur fram á vefnum Túrista.

Aðrir framkvæmdastjórar í greininni hafa ekki hikað við að tjá sig opinberlega um breytingarnar. Til að mynda telur framkvæmdastjóri Íslandshótela að fyrirtækið muni fresta hóteluppbyggingu í höfuðborginni.

Hótelstjóri Reykjavík Marina er á svipaðri skoðun og telur að tvöföldun virðisaukaskattsins muni þyngja hótelrekstur til muna.

Marriott keðjan er sú stærsta í heimi og telur um 6 þúsund hótel. Aðeins fjögur þeirra eru kennd við Edition, en þau eru öll 5 stjörnu "boutique" hótel.