*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Innlent 13. september 2017 17:02

TM hækkaði um 3,2%

Gengi hlutabréfa TM hækkaði um 3,2% í 91,3 milljón króna viðskiptum í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,91%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um um 0,91% í dag. Frá áramótum hefur því úrvalsvísitalan lækkað um 0,91%. Heildarvelta á mörkuðum nam 7.390 milljónum króna, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2.803 milljónir króna og 4.486,9 milljónir króna á skuldabréfamarkaði. 

Af Úrvalsvísitölufélögum hækkaði gengi hlutabréfa Marel mest eða um 1,63% í 408,9 milljón króna viðskiptum. Aftur á móti hækkaði hlutabréfaverð TM mest eða um 3,2% í 91,3 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði hlutabréfaverð Regins um 1,23% í 169,8 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 7,1 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í dag í 2,7 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 3,3 milljarða viðskiptum.  

Stikkorð: kauphöllin Iceland TM Nasdaq úrvalsvísitalan