*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 12. júlí 2018 16:14

TM lækkar um 3,77%

Í viðskiptum í Kauphöllinni í dag lækkaði verð á hlutabréfum í TM um 3,77% í 80 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tryggingamiðstöðin sendi frá sér afkomuviðvörun fyrr í dag líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Í henni kom fram að búist er við 700 milljóna króna lakari spá en áður var gert ráð fyrir.

Í viðskiptum í Kauphöllinni í dag lækkaði verð á hlutabréfum í TM um 3,77% í 80 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði verð á bréfum í Sjóvá eða um 1,49% í 45 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkuðu bréf í fasteignafélaginu Heimavöllum eða um 0,85% í 16 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði verð á bréfum í Reitum eða um 0,38% í 56 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,28% í viðskiptum dagsins.