Harðvítugar deilur spruttu upp á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar í júlí. Deilan, sem enn sér ekki fyrir endann á, er aðeins sú nýjasta í áralöngum átökum hluthafa sem eiga rætur að rekja allt aftur til ársins 2004 og af hafa sprottið málsóknir, ásakanir í fjölmiðlum, fjórar beiðnir um skipun rannsóknarmanna, sérstaka endurskoðendur og fleira. Þá hafa hluthafar einnig deilt um fjárfestingar, rekstur og arðgreiðslur.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir átökin öll runnin undan rifjum Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brim hf. sem á tæpan 33% eignarhlut í félaginu.

Guðmundur kemur inn í fyrirtækið

Sigurgeir tók við starfi framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar árið 1999 þegar félagið stóðilla. „Eigendurnir voru uppgefnirog það voru miklir erfiðleikar í félaginu en okkur tókst að snúa taflinu við og er fyrirtækið í dag í hópi öflugustu fyrirtækja landsins að mati Credit Info. Árið 2002 var mikil ólga í hópi þáverandi meirihlutaeigenda sem voru hluti af hinum víðfræga S-hópi. Íslenskar sjávarafurðir og fleiri félög áttu þá meirihluta í Vinnslustöðinni. Mín afstaða var hins vegar sú að það væri eðlilegast að ráðandi hluthafar væri fólk sem hefði hagsmuni af félaginu, fólk sem byggi í samfélaginu. Árið 2002 ákváðum við því að reyna að eignast stærri hluta í Vinnslustöðinni. Olíufélagið og tengdir aðilar innan S-hópsins áttu ríflega 50% í félaginu og minni hlutinn samanstóð af mjög dreifðum hópi Eyjamanna. Hluti af þessum eyjamönnum voru mágarnir Haraldur Gíslason og Gunnlaugur Ólafsson. Með það fyrir augum að eignast meira í Vinnslustöðinni lögðu þeir Haraldur og Gunnlaugur fé sitt í púkk og til þess að loka ferlinu fékk ég Guðmund Kristjáns til að leggja til fé,“ rifjar Sigurgeir upp.

Deilurnar hefjast

Um er að ræða vendipunkt í fyrirtækinu þar sem Eyjamenn ásamt bræðrunum Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum urðu ráðandi hluthafar í Vinnslustöðinni.

„Við stofnuðum saman félögin Stillu og Seil þar sem Guðmundur og Hjálmar áttu tæpan helming og Haraldur og Gunnlaugur áttu tæpan helming og ég átti svo lítinn hlut þarna á milli.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi undir Tölublöð .