Tólf einstaklingar sóttu um stöðu framkvæmdarstjóra fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands sem var auglýst í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í frétt DV.is .

Þar á meðal voru Harpa Jónsdóttir, sem hefur gengt stöðu staðgengils framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika. Einnig sótti Sigurður Erlingsson fyrrverandi forstjóri Íbúðarlánasjóðs um stöðuna. Styrkár Hendriksson, fyrrverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka var meðal umsækjenda ásamt Ólafi Ísleifssyni, doktor í hagfræði og framkvæmdastjóra gæðamála hjá Bifröst.

Einnig sóttu þrír starfsmenn Seðlabankans til viðbótar um stöðuna þeir; Eggert Þröstur Þórarinsson, Lúðvík Einarsson og Þorsteinn Þorgeirsson.

DV óskaði eftir lista um umsækjendur frá Seðlabankanum í gær. Starfið var auglýst í júlí eftir að Sigríður Benediktsdóttir tilkynnti að hún myndi láta af störfum 1. október næstkomandi. Hún var ráðin til Yale háskóla í Bandaríkjunum.

Aðrir umsækjendur eru: Arnar Bjarnason, Árni Árnason, Helga Kristjánsdóttir, Melrós Eysteinsdóttir og Sigurlaug Ýr Gísladóttir.