*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 10. mars 2018 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Afstaða til Brexit

Almenningur telur The Daily Mail mest fylgjandi Brexit meðal breskra fjölmiðla.

Ritstjórn
Tölfræði fjölmiðla: Afstaða breskra fjölmiðla til Brexit að mati almennings.
Aðsend mynd

Brexit (úrsögn Breta úr Evrópusambandinu) er helsta viðfangsefni breskra fjölmiðla þessi misserin. Rík hefð er fyrir því í Bretlandi að dagblöð taki afstöðu í helstu þjóðmálum, en um það er almenningur meðvitaður, líkt og kemur fram í glænýrri könnun YouGov, svo það kemur varla mikið að sök.

Í ljósvakamiðlum er hlutleysiskrafan aftur miklu ríkari, ekki síst hjá ríkismiðlinum BBC. Því kemur það á óvart að 46% þeirra sem tóku afstöðu töldu BBC neikvætt í garð Brexit, 40% að það væri hlutlaust, en 8% að það væri hlynnt Brexit. Nú liggur ekki fyrir að þannig sé það, en það hlýtur a.m.k. að vera BBC áhyggjuefni að almenningur haldi það.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim