Sem fyrr er Íslendingum umhugað um hvað útlendingum finnst um Ísland, en á þessari ferðamennskuöld landsins skiptir landkynning vitaskuld meira máli en nokkru sinni. Það getur því verið forvitnilegt að kynna sér hvernig heimsbyggðin kynnir sér landið, svona eins og leitarrisinn Google mælir það. Hér að ofan má sjá leitir liðins árs, þar sem leitað var að nafni landsins, en tölfræðin er upp gefin sem hlutfall af mestu áfergjunni við leit. Fáum þarf að koma að hún var í kringum eldsumbrot á hálendinu, en að öðru leyti var áhugi á landinu í nokkru jafnvægi, landsleikur hér og jarðskjálftar þar.

Eitt gerir þessa tölfræði þó fánýtari en annað, en það er sú staðreynd að þorri allra Íslandsleita á Google kemur frá Íslandi sjálfu, nafla heimsins.