Margt hefur verið skrafað um hnignun prentmiðla gagnvart netmiðlum. Ef litið er á lestrarmælingu helstu prentmiðla hér að ofan sést að þeir hafa a.m.k.ekki verið að bæta við sig lestri á umliðnum árum.

Á hinn bóginn eru prentmiðlarnir enn að taka til sín drýgstan skerf af auglýsingaútgjöldum, svo prentmiðlar virðast altjent hafa tryggan lestur, mælanleg áhrif sem auglýsingamiðlar og tryggar tekjur.

Að ofan má sá að það er Fréttablaðið, sem mestu hefur tapað í lestri, bæði í heild og hlutfallslega. Svo Fréttatíminn og loks Morgunblaðið. Miðlarnir finna örugglega fyrir þessu í auglýsingasölu og rekstri og fríblöðin þó alveg sérstaklega. Þar nýtur Moggi hins vegar áskrifendanna.