Hér áður fyrr var forsetaembættið frekar rólegur póstur. Herra Ólafur Ragnar Grímsson sagðist raunar vilja vera virkari forseti, en að undanskildum erindrekstri hans fyrir útrásarvíkinga og stjórnarskrárbreytingu hans, fjölmiðlasumarið 2004, virðist hann hafa kunnað að meta þetta þægilega innistarf.

Þá gerðist eitthvað. Upp úr hruni hafði forsetinn mjög hægt um sig, virðist varla hafa farið úr húsi. En síðan gerast undrin, þegar forsetinn ákveður að skipta sér af Icesave með alkunnum og farsælum árangri.

Upp úr því er óhætt að tala um að herra Ólafur Ragnar hafi verið aðgerðasinni í forsetastóli, verið þungamiðja stjórnmála og þjóðmálaumræðu hvað eftir annað, og í raun gerbreytt embættinu og völdum þess. Það sést vel að ofan.